Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2018 17:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00