Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 21:55 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fráfarandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24