Lífið

Segja Maroon 5 troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Adam Levine er söngvari Maroon 5.
Adam Levine er söngvari Maroon 5. Vísir/Getty
Bandaríska sveitin Maroon 5 verður aðalnúmerið í hálfleik Ofurskálarinnar, úrslitaleik bandaríska fótboltans, í febrúar á næsta ári.

Variety hefur þetta eftir heimildum, þó að hvorki talsmaður NFL eða sveitarinnar vilji staðfesta fréttirnar.

Fari svo að Maroon 5 troði upp í hálfleik má telja líklegt að rapparinn Cardi B verði þeim innan handar, en lag sveitarinnar og rapparans, Girls Like You, er eitt vinsælasta lagið það sem af er ári.

Úrslitaleikurinn fer fram á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta í Georgíuríki.

Justin Timberlake var aðalnúmerið í hálfleik Ofurskálarinnar fyrr á þessu ári.

NFL





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.