Misjafnt gengi síðustu tveggja bikarmeistara í fyrsta leik eftir bikarfögnuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 16:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson með bikarinn og í miðri mjólkursturtu. Vísir/Daníel Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP] Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira