Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum skrifar 19. september 2018 20:30 Þórarinn Ingi hefur spilað vel fyrir Stjörnumenn. vísir/daníel Það var mikið undir fyrir leiks Stjörnunnar og KA sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ fyrr í kvöld. Stjarnan mátti ill við því að tapa stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og KA menn þurftu stig til að losa sig við fallbaráttuna algjörlega. Stigið er því betur séð af KA-mönnum en Stjörnumenn átta sig á því að titillinn er að renna þeim úr greipum.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Liðin einfaldlega núlluðu hvort annað út. KA menn byrjuðu af miklum krafti og voru sterkari framan af en heimamenn voru þó alltaf hættulegir þegar þeir náðu góðum upphlaupum og með smá heppni hefði fyrri hálfleikurinn ekki endað markalaus. Seinni hálfleikurinn var svo daufari framan af en þegar markið kom í leikinn þá opnaðist leikurinn og varð mun fjörugri. KA menn spiluðu enn af kraftir og sömuleiðis Stjörnumenn sem jöfnuðu og hefðu kannski átt að vinna leikinn en eitt mark var dæmt af þeim ásamt því að Aron Elí Gíslason var í miklum ham í marki KA. Að sama skapi hefði KA kannski getað stolið öllum stigunum en þeir komust í nokkur mjög góð færi þegar Stjörnumenn fóru hátt upp á völlinn en klaufagangur gerði það að verkum að þeir skoruðu ekki meira.Hvað gekk illa?Við tökum færanýtinguna út sem það sem gekk illa í leiknum. Liðin spiluðu á löngum köflum fínan fótbolta og sköpuðu fullt af færum en markaskórnir voru skildir eftir í klefanum að því er virðist fyrir leik.Besti maður vallarins?Markvörðu KA manna sýndi enn og aftur afhverju sagan hans er ótrúleg. Hann byrjaði að æfa fótbolta árið 2016 eins og margfrægt er orðið og er nú kominn í u-21 landsliðið. Hann átti nokkrar markvörslur sem er svokallaðar „match winning“ markvörslur. Ásamt því að stjórna teignum sínum vel og grípa vel inn í þegar á þurfti að halda.Hvað gerist næst?Nú eru tvær umferðir eftir og Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Val. Það þýðir að Stjarnan þarf að stóla á það að Valsmenn misstígi sig í þessum tveimur umferðum og þeir náði í sex stig af sex mögulegum. Næsta verkefni Garðbæinga er að fara til Vestmannaeyja og ná í stigin þar en það er meira en að segja það. KA menn eru hinsvegar komnir á hinn lygna sjó og geta klárað seinustu tvo leikina pressulausir og haft gaman að því að spila fótbolta. Næst fá þeir Grindvíkinga í heimsókn en það gæti orðið skemmtilegur leikur en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar þar sem Grindavík er stigi ofar en KA. Rúnar Páll Sigmundsson: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðaraÞjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Úrslitin þýða að forskot Vals er þrjú stig á Stjörnuna þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur.“ Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri t.d. þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum eftir að hafa talað um hvað hefði mátt fara betur í dag. Srdjan Tufegdzic: Við hefðum átt að skora annað mark og klára þetta„Ég er sammála því að þetta hafi verið mjög sterkt að koma hingað og ná í eitt stig. Við komum samt hingað til þess að ná í þrjú“, sagði þjálfari KA manna en hann var klárlega ánægðari þjálfarinn eftir leik Stjörnunnar og KA fyrr í kvöld. Túfa hélt áfram og sagði: „Það er samt sama sagan og í allt sumar hjá okkur. Í stöðunni 1-0 þá fáum við tvö dauðafæri til þess að klára leikinn og komast í 2-0 en þegar upp er staðið og maður tekur stig af svona flottu liði eins og Stjörnunni þá getur maður verið ánægður en pínu sár samt sem áður að ná ekki öllum stigunum.“ „Við hefðum átt að skora annað mark og klára þetta. Þetta var mjög flottur leikur tveggja flottra liða. Þeir fengu færi eins og við til að komast yfir en það er búið að vera okkar saga í sumar að klára ekki leikina þar sem við komumst yfir. Á móti Val var það svipað en maður verður líka að vera stoltur af því að gefa þessum liðum sem eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn hörkuleiki.“ Túfa var spurður að því hvort leikur heimamanna hafi komið honum á óvart en KA menn voru mjög ákveðnir í leiknum og í byrjun virtist það slá heimamenn út af laginu. „Nei ég held að við vorum búnir að undirbúa þennan leik vel. Fólk hafði áhyggjur af því hvernig þessi leikur myndi þróast enda mikið búið ganga á þar sem ég tilkynnti í seinustu vikur að ég yrði ekki áfram með liðið. Ég er samt atvinnumaður út í gegn og undirbjó liðið mitt mjög vel fannst mér og það sást í dag.“ Pepsi Max-deild karla
Það var mikið undir fyrir leiks Stjörnunnar og KA sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ fyrr í kvöld. Stjarnan mátti ill við því að tapa stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og KA menn þurftu stig til að losa sig við fallbaráttuna algjörlega. Stigið er því betur séð af KA-mönnum en Stjörnumenn átta sig á því að titillinn er að renna þeim úr greipum.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Liðin einfaldlega núlluðu hvort annað út. KA menn byrjuðu af miklum krafti og voru sterkari framan af en heimamenn voru þó alltaf hættulegir þegar þeir náðu góðum upphlaupum og með smá heppni hefði fyrri hálfleikurinn ekki endað markalaus. Seinni hálfleikurinn var svo daufari framan af en þegar markið kom í leikinn þá opnaðist leikurinn og varð mun fjörugri. KA menn spiluðu enn af kraftir og sömuleiðis Stjörnumenn sem jöfnuðu og hefðu kannski átt að vinna leikinn en eitt mark var dæmt af þeim ásamt því að Aron Elí Gíslason var í miklum ham í marki KA. Að sama skapi hefði KA kannski getað stolið öllum stigunum en þeir komust í nokkur mjög góð færi þegar Stjörnumenn fóru hátt upp á völlinn en klaufagangur gerði það að verkum að þeir skoruðu ekki meira.Hvað gekk illa?Við tökum færanýtinguna út sem það sem gekk illa í leiknum. Liðin spiluðu á löngum köflum fínan fótbolta og sköpuðu fullt af færum en markaskórnir voru skildir eftir í klefanum að því er virðist fyrir leik.Besti maður vallarins?Markvörðu KA manna sýndi enn og aftur afhverju sagan hans er ótrúleg. Hann byrjaði að æfa fótbolta árið 2016 eins og margfrægt er orðið og er nú kominn í u-21 landsliðið. Hann átti nokkrar markvörslur sem er svokallaðar „match winning“ markvörslur. Ásamt því að stjórna teignum sínum vel og grípa vel inn í þegar á þurfti að halda.Hvað gerist næst?Nú eru tvær umferðir eftir og Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Val. Það þýðir að Stjarnan þarf að stóla á það að Valsmenn misstígi sig í þessum tveimur umferðum og þeir náði í sex stig af sex mögulegum. Næsta verkefni Garðbæinga er að fara til Vestmannaeyja og ná í stigin þar en það er meira en að segja það. KA menn eru hinsvegar komnir á hinn lygna sjó og geta klárað seinustu tvo leikina pressulausir og haft gaman að því að spila fótbolta. Næst fá þeir Grindvíkinga í heimsókn en það gæti orðið skemmtilegur leikur en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar þar sem Grindavík er stigi ofar en KA. Rúnar Páll Sigmundsson: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðaraÞjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Úrslitin þýða að forskot Vals er þrjú stig á Stjörnuna þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur.“ Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri t.d. þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum eftir að hafa talað um hvað hefði mátt fara betur í dag. Srdjan Tufegdzic: Við hefðum átt að skora annað mark og klára þetta„Ég er sammála því að þetta hafi verið mjög sterkt að koma hingað og ná í eitt stig. Við komum samt hingað til þess að ná í þrjú“, sagði þjálfari KA manna en hann var klárlega ánægðari þjálfarinn eftir leik Stjörnunnar og KA fyrr í kvöld. Túfa hélt áfram og sagði: „Það er samt sama sagan og í allt sumar hjá okkur. Í stöðunni 1-0 þá fáum við tvö dauðafæri til þess að klára leikinn og komast í 2-0 en þegar upp er staðið og maður tekur stig af svona flottu liði eins og Stjörnunni þá getur maður verið ánægður en pínu sár samt sem áður að ná ekki öllum stigunum.“ „Við hefðum átt að skora annað mark og klára þetta. Þetta var mjög flottur leikur tveggja flottra liða. Þeir fengu færi eins og við til að komast yfir en það er búið að vera okkar saga í sumar að klára ekki leikina þar sem við komumst yfir. Á móti Val var það svipað en maður verður líka að vera stoltur af því að gefa þessum liðum sem eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn hörkuleiki.“ Túfa var spurður að því hvort leikur heimamanna hafi komið honum á óvart en KA menn voru mjög ákveðnir í leiknum og í byrjun virtist það slá heimamenn út af laginu. „Nei ég held að við vorum búnir að undirbúa þennan leik vel. Fólk hafði áhyggjur af því hvernig þessi leikur myndi þróast enda mikið búið ganga á þar sem ég tilkynnti í seinustu vikur að ég yrði ekki áfram með liðið. Ég er samt atvinnumaður út í gegn og undirbjó liðið mitt mjög vel fannst mér og það sást í dag.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti