Lífið

Bieber sækir um bandarískan ríkisborgararétt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Justin Bieber er frá Ontario, Kanada.
Justin Bieber er frá Ontario, Kanada. vísir/getty
Kanadíski söngvarinn Justin Bieber hefur ákveðið að sækja ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Hann vill hafa tvöfaldan ríkisborgararétt, annars vegar í Kanada og hins vegar í Bandaríkjunum að því er TMZ greinir frá.

Bieber fæddist í Ontario í Kanada en flutti til Atlanta þegar hann var 13 ára gamall.

Söngvarinn segist elska bæði Kanada og Bandaríkin. Hann er nýbúinn að festa kaup á glæsivillu í Ontario en hann dvelur þó stærstan hluta ársins í Bandaríkjunum auk þess sem hann er trúlofaður bandarískri konu.

Justin Bieber er frá Ontario, Kanada.Vísir/Getty
Nýlega trúlofaðist hann fyrirsætunni Hailey Baldwin en þessa dagana eru þau að spóka sig um í Lundúnum.

Fyrr í kvöld birtist myndskeið af parinu á götum Lundúna en Bieber gerði sér lítið fyrir og spilaði og söng lagið Fast Car eftir Tracy Chapman fyrir gangandi vegfarendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.