Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 14:11 Her Ísrael segir herþotur þeirra þegar hafa verið komnar aftur til Ísrael þegar rússneska þotan var skotin niður. Vísir/EPA Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54