Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2018 06:00 New York Vísir/Getty Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira