Hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn einkarekstri Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira