Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 18:39 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19