Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. september 2018 20:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13