Meiri einokun takk! Þorsteinn Víglundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk!
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar