Íslenski boltinn

Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Völsungs og Hattar um síðustu helgi sem Völsungur tapaði mjög óvænt, 2-3. Það gæti komið í bakið á Húsvíkingum.
Úr leik Völsungs og Hattar um síðustu helgi sem Völsungur tapaði mjög óvænt, 2-3. Það gæti komið í bakið á Húsvíkingum. hafþór hreiðarsson/640.is
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag.

Mótanefnd hefur ákveðið að leikurinn verði spilaður klukkan 16.30 á Seyðisfirði. Upprunalegi leikurinn fór fram fyrir sléttum mánuði síðan. Liðin hafa spilað fimm leiki í millitíðinni.

Áfrýjunardómstóll úrskurðaði í gær að leikurinn skildi endurtekinn þar sem dómarinn hafi breytt ákvörðunum á skýrslu eftir að leik lauk. Leikurinn var dæmdur ógildur.

Huginn er fallinn úr 2. deildinni en Völsungur mun enn vera í baráttu um sæti í Inkasso-deildinni takist liðinu að sækja þrjú stig á miðvikudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×