Enski boltinn

Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í guðatölu
Í guðatölu vísir/getty
Belginn snjalli, Eden Hazard, var allt í öllu þegar Chelsea burstaði Cardiff 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Varnarmenn Cardiff réðu ekkert við Hazard og fullkomnaði hann þrennu sínu með marki úr vítaspyrnu á 80.mínútu.

Þetta var önnur þrenna Hazard fyrir Lundúnarliðið í ensku úrvalsdeildinni og kom hann sér þar með í hóp með þremur af helstu goðsögnum félagsins sem eiga það sameiginilegt að hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni.

Þetta eru þeir Jimmy Floyd Hasselbaink, Frank Lampard og Didier Drogba.

Hazard hefur verið lykilmaður í liði Chelsea síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2012 og á að öllum líkindum eftir að vera það áfram næstu árin enda Hazard aðeins 27 ára gamall. 

Hann hefur skorað 94 mörk fyrir félagið sem gerir hann að tíunda markahæsta leikmanni í sögu Chelsea en þar trónir áðurnefndur Lampard á toppnum með 211 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×