Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2018 22:30 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands og formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Vísir/AFP Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15