Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2018 22:30 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands og formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Vísir/AFP Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15