Minnisleysi lögreglu og sakborninga rætt í gær Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. september 2018 07:15 Verjendur Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttablaðið/ERNIR Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00