Minnisleysi lögreglu og sakborninga rætt í gær Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. september 2018 07:15 Verjendur Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttablaðið/ERNIR Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00