Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30