Kennari úr Verzló opnaði snúðavagn með syni sínum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2018 11:00 Danival Örn Egilsson opnaði snúðavagn með Agli Helga Lárussyni. „Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu. Ísland í dag Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu.
Ísland í dag Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira