Karl Gauti telur fasteignagjöld af sumarbústöðum íþyngjandi Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 15:34 Karl Gauti í Flokki fólksins er áhugasamur um vegakerfi landsins og fasteignagjöld sumarbústaðaeigenda. Skjáskot úr frétt Karl Gauti Hjaltason Flokki fólksins, þingmaður Suðurlands, spurði Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra sérstaklega út í gjöld af sumarbústöðum í fyrirspurnartíma um fjárlög nú fyrir stundu. Sem hann telur of há. Karl Gauti, sem hefur lagt mikla áherslu að gefa þurfi verulega í varðandi vegakerfi landsins og fjallaði um það í ræðu sinni í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga varðandi sumarbústaði. Hann sagði það geta reynst verulega íþyngjandi fyrir marga sem eiga sumarhús, sælureiti fyrir sig og fjölskyldur sínar, að greiða fasteignagjöld af þeim. Hann spurði ráðherra hvort til stæði að endurskoða lög um sumarbústaðina? Samgönguráðherra sagði í svari sínu þingmenn Flokks fólksins hafa spurt um þetta áður og þá ekki verið ánægðir með svör hans. Sem væru þau hin sömu nú og þá; málaflokkurinn væri á könnu sveitafélaga, fasteignagjöld á viðkomandi svæði væru einn tekjustofn þeirra. Vissulega gæti það verið íþyngjandi fyrir fólk þegar sumarbústaðir þeirra færu verulega upp í verði, þá er varðar fasteignagjöld en það gæti engu að síður verið gott fyrir það einnig, ef þau vildu selja. Samkvæmt hagsmunaskráningu þingmanna á Karl Gauti einmitt í sumarhúsi og land í Hemru, Skaftárhreppi, þannig að hann þekkir vel til vandans sem blasir við sumarhúsaeigendum í því sem snýr að fasteignagjöldum. Umræður um fjárlög eru nú yfirstandandi á Alþingi. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason Flokki fólksins, þingmaður Suðurlands, spurði Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra sérstaklega út í gjöld af sumarbústöðum í fyrirspurnartíma um fjárlög nú fyrir stundu. Sem hann telur of há. Karl Gauti, sem hefur lagt mikla áherslu að gefa þurfi verulega í varðandi vegakerfi landsins og fjallaði um það í ræðu sinni í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga varðandi sumarbústaði. Hann sagði það geta reynst verulega íþyngjandi fyrir marga sem eiga sumarhús, sælureiti fyrir sig og fjölskyldur sínar, að greiða fasteignagjöld af þeim. Hann spurði ráðherra hvort til stæði að endurskoða lög um sumarbústaðina? Samgönguráðherra sagði í svari sínu þingmenn Flokks fólksins hafa spurt um þetta áður og þá ekki verið ánægðir með svör hans. Sem væru þau hin sömu nú og þá; málaflokkurinn væri á könnu sveitafélaga, fasteignagjöld á viðkomandi svæði væru einn tekjustofn þeirra. Vissulega gæti það verið íþyngjandi fyrir fólk þegar sumarbústaðir þeirra færu verulega upp í verði, þá er varðar fasteignagjöld en það gæti engu að síður verið gott fyrir það einnig, ef þau vildu selja. Samkvæmt hagsmunaskráningu þingmanna á Karl Gauti einmitt í sumarhúsi og land í Hemru, Skaftárhreppi, þannig að hann þekkir vel til vandans sem blasir við sumarhúsaeigendum í því sem snýr að fasteignagjöldum. Umræður um fjárlög eru nú yfirstandandi á Alþingi.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira