Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks. mynd/gusk ehf. Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent