Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2018 06:00 Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira