Ólafía Þórunn: Búið að vera stöngin út á tímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 20:00 Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira