Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2018 20:30 Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi. Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38