Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 05:30 Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Vísir/Vilhelm Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira