Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:59 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga. Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga.
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20