Verðtrygging Örn Karlsson skrifar 13. september 2018 07:00 Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar