Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 13:05 Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 Vísir/Vilhelm Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“ Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18