Eigendur Pablo Discobar taka við rekstri Jamie's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:30 Jamie's Italian var opnaður í júlímánuði í fyrra. Vísir/Anton Brink Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira