Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi Þórarinn Guðnason skrifar 12. september 2018 07:00 Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun