Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2018 15:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægast að markmiði um bætta aðstöðu bókaútgefenda og lægra verð á bókum sé náð. Mynd/Skjáskot Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku. Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku.
Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent