Aukið fé til lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna, skipulagðrar glæpastarfsemi og aukinnar landamæravörslu Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 11:38 Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Vísir/Vilhelm Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna. Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna.
Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent