Icelandair óstundvísast á styttri leiðum í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 09:52 Icelandair stóð sig verst á styttri flugleiðum frá Bretlandi í fyrra. Vísir/Vilhelm Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Sjá meira
Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28