Erlent

Yfir þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn draga mótmælanda í burt í Sankti Pétursborg um helgina.
Lögreglumenn draga mótmælanda í burt í Sankti Pétursborg um helgina. Vísir/EPA
Rússneska lögreglan handtók rúmlega þúsund manns í mótmælum gegn fyrirhuguðum breytingum á ellilífeyri víða um landið um helgina, að sögn félagasamtaka sem fylgjast með handtökum. Lögreglumenn börðu mótmælendur meðal annars með kylfum á sumum stöðum.

Áform ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta um að hækka eftirlaunaaldur í landinu hafa orðið tilefnið til fjöldamótmæla undanfarnar vikur. Stuðningsmenn Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skipulögðu mótmælin um helgina. Navalní er sjálfur í gæsluvarðhaldi fyrri að hafa skipulagt mótmæli án leyfis yfirvalda í Moskvu í janúar.

CNN-fréttastöðin segir að flestir hafi verið handteknir í Sankti Pétursborg um helgina. Þar segja félagasamtökin OVD-Info að 452 hafi verið handteknir. Myndir frá mótmælunum benda til þess að lögreglan hafi handtekið fólk á öllum aldri, allt frá börnum upp í gamalmenni. Lögreglumenn hafi beitt kylfum til þess að leysa upp mótmælin.


Tengdar fréttir

Pútín mildar umdeildar eftirlaunabreytingar

Dregið verður úr hækkun eftirlaunaaldurs kvenna eftir að fyrirhuguðu breytingarnar leiddu til fjölmennra mótmæla og dvínandi vinsælda Rússlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×