Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 08:39 Claudia Kim í hlutverki sínu í kvikmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Skjáskot/Youtube Rithöfundurinn JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, hefur svarað fyrir leikaraval í leyndardómsfullt hlutverk nýrrar kvikmyndar í Fantastic Beasts-myndaflokknum. Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar.Rétt er að geta þess að allt sem um ræðir í fréttinni hefur þegar komið fram í nýútgefinni stiklu fyrir kvikmyndina. Þeir sem ekki vilja vita meira um umrædda persónu í myndinni eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Stikluna má sjá hér að neðan.Kvikmyndin Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Síðasta stikla myndarinnar var gefin út í vikunni en í henni var hulunni loksins svipt af hlutverki kóresku leikkonunnar Claudiu Kim. Hún hefur fylgt öðrum aðalleikurum í myndinni á kynningarferðalagi en hafði, þangað til nú, ekki mátt greina frá nafni persónu sinnar.Sjá einnig: Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Í stiklunni kemur þó í ljós að Kim fer með hlutverk snáksins Nagini, sem myrkrahöfðinginn Voldemort hafði ávallt sér við hlið og fól hluta af sál sinni í. Mun kvikmyndin þannig veita innsýn inn í persónuna, sem aðdáendur þekkja vel úr bókaflokknum um Harry Potter. Eftir að stiklan var frumsýnd fóru gagnrýnisraddir þó að hljóma úr ýmsum áttum. Líkt og áður var JK Rowling, sem er einn framleiðenda kvikmyndarinnar, gagnrýnd fyrir fábreytni í hópi persóna sem hún skrifar, þ.e. að þær séu að stærstum hluta hvítar á hörund. Þá þótti þónokkrum ámælisvert að eini leikari myndarinnar sem er af asískum ættum fari með hlutverk skriðdýrs, sem jafnframt er þræll aðalþorparans. Rowling svaraði fyrir sig á Twitter og sagði þar að Nagini væri byggð á goðsagnaverum úr indónesískri goðafræði, Naga, sem taka á sig líki snáka. Þá ítrekaði hún að ráðning Kim í hlutverkið væri vel ígrunduð.The Naga are snake-like mythical creatures of Indonesian mythology, hence the name 'Nagini.' They are sometimes depicted as winged, sometimes as half-human, half-snake. Indonesia comprises a few hundred ethnic groups, including Javanese, Chinese and Betawi. Have a lovely day — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 26, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikaraval Fantastic Beasts-kvikmyndanna sætir gagnrýni. Bandaríski leikarinn Johnny Depp fer með hlutverk Grindelwald, erkióvins – og mögulegan elskhuga – Dumbledore, en hann hefur verið sakaður um heimilisofbeldi. Aðdáendum þótti valið á Depp ósmekklegt en Rowling hefur sagst ánægð með hann í hlutverkinu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15 Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41 Veigar á meðal fremstu manna á gullöld Hollywood-stiklanna Hefur gert tónlist fyrir á annað þúsund stiklur og meðal annars nýjustu Fantastic Beasts myndirnar. 27. júlí 2018 11:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rithöfundurinn JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, hefur svarað fyrir leikaraval í leyndardómsfullt hlutverk nýrrar kvikmyndar í Fantastic Beasts-myndaflokknum. Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar.Rétt er að geta þess að allt sem um ræðir í fréttinni hefur þegar komið fram í nýútgefinni stiklu fyrir kvikmyndina. Þeir sem ekki vilja vita meira um umrædda persónu í myndinni eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Stikluna má sjá hér að neðan.Kvikmyndin Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Síðasta stikla myndarinnar var gefin út í vikunni en í henni var hulunni loksins svipt af hlutverki kóresku leikkonunnar Claudiu Kim. Hún hefur fylgt öðrum aðalleikurum í myndinni á kynningarferðalagi en hafði, þangað til nú, ekki mátt greina frá nafni persónu sinnar.Sjá einnig: Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Í stiklunni kemur þó í ljós að Kim fer með hlutverk snáksins Nagini, sem myrkrahöfðinginn Voldemort hafði ávallt sér við hlið og fól hluta af sál sinni í. Mun kvikmyndin þannig veita innsýn inn í persónuna, sem aðdáendur þekkja vel úr bókaflokknum um Harry Potter. Eftir að stiklan var frumsýnd fóru gagnrýnisraddir þó að hljóma úr ýmsum áttum. Líkt og áður var JK Rowling, sem er einn framleiðenda kvikmyndarinnar, gagnrýnd fyrir fábreytni í hópi persóna sem hún skrifar, þ.e. að þær séu að stærstum hluta hvítar á hörund. Þá þótti þónokkrum ámælisvert að eini leikari myndarinnar sem er af asískum ættum fari með hlutverk skriðdýrs, sem jafnframt er þræll aðalþorparans. Rowling svaraði fyrir sig á Twitter og sagði þar að Nagini væri byggð á goðsagnaverum úr indónesískri goðafræði, Naga, sem taka á sig líki snáka. Þá ítrekaði hún að ráðning Kim í hlutverkið væri vel ígrunduð.The Naga are snake-like mythical creatures of Indonesian mythology, hence the name 'Nagini.' They are sometimes depicted as winged, sometimes as half-human, half-snake. Indonesia comprises a few hundred ethnic groups, including Javanese, Chinese and Betawi. Have a lovely day — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 26, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikaraval Fantastic Beasts-kvikmyndanna sætir gagnrýni. Bandaríski leikarinn Johnny Depp fer með hlutverk Grindelwald, erkióvins – og mögulegan elskhuga – Dumbledore, en hann hefur verið sakaður um heimilisofbeldi. Aðdáendum þótti valið á Depp ósmekklegt en Rowling hefur sagst ánægð með hann í hlutverkinu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15 Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41 Veigar á meðal fremstu manna á gullöld Hollywood-stiklanna Hefur gert tónlist fyrir á annað þúsund stiklur og meðal annars nýjustu Fantastic Beasts myndirnar. 27. júlí 2018 11:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15
Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41
Veigar á meðal fremstu manna á gullöld Hollywood-stiklanna Hefur gert tónlist fyrir á annað þúsund stiklur og meðal annars nýjustu Fantastic Beasts myndirnar. 27. júlí 2018 11:15