Þá kom fram að næsti andstæðingur boxarans Adonis Johnson, sem Rocky sjálfur þjálfar, var í búningi merktum nafninu Drago.
Nú er ljóst að um er að ræða son Ivan Drago sem heitir Victor Drago og hann er þjálfaður af föður sínum, sem einmitt drap Appolo Creed, föður Adonis, í boxhringnum. Ef til vill er best að lesa þessa setningu tvisvar.
Stikluna má sjá hér að neðan en til stendur að frumsýna Creed 2 þann 21. nóvember.