„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 12:45 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Lof mér að falla. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga. Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga.
Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00
Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30