Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2018 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira