Segir lokanir VÍS svar við kalli viðskiptavina Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2018 15:00 Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS. Hann segir aðgerðir fyrirtækisins vera tilraun til að mæta kröfum viðskiptavina VÍS um aukna stafræna þjónustu. Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni, þrátt fyrir háværar óánægjuraddir. Forstjóri félagsins segir að lokanirnar megi rekja til krafna viðskiptavina VÍS sem í auknum mæli vilji stunda viðskipti sín í gegnum síma og á netinu. Fækkun útibúa og meðfylgjandi uppsagnir munu ekki skila sér í lægri iðgjöldum til viðskiptavina, það sé þó áfram „keppikefli“ VÍS að bjóða „sanngjörn og góð verð.“ Hart hefur verið deilt á ákvörðun VÍS síðustu daga. Þrír þingmenn; þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason, segjast hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur að sama skapi gagnrýnt félagið opinberlega. Þá hafa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Landssamband íslenskra verzlunarmanna kallað eftir því að VÍS endurskoði ákvörðunina, sem samtökin segja að bitni á landsbyggðinni. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir forstjóri VÍS, Helgi Bjarnason, að þessi umræða hafi ekki farið framhjá félaginu. VÍS hafi þó ekki tölur yfir það hversu margir hafi hætt viðskiptum við félagið síðan að tilkynnt var um áformin fyrir helgi. Í tilkynningu sem VÍS sendi frá sér á miðvikudag kom fram að aðgerðirnar væru í takti við nýja framtíðarsýn VÍS - „að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Viðskiptavinir VÍS noti stafrænar leiðir í síauknum mæli til að eiga viðskipti við fyrirtækið, til að mynda í gegnum vef VÍS, tölvupóst, netspjall og síma. Það sé mat fyrirtækisins að með sameiningum skrifstofa megi betur tryggja þessa stafrænu þjónustu. Þegar Helgi er spurður hvort að VÍS hafi íhugað að koma til móts við fyrrnefnda óánægju vísar hann til þessarar framtíðarsýnar sem svar við ákalli viðskiptavina um aukna stafræna þjónustu.VÍS hefur sætt gagnrýni síðustu daga vegna ákvörðunar félagsins um að fækka útibúum á landsbyggðinni.VísirÍ samtali við fréttastofu í gær sagði þingkonan Silja Dögg að hún hafi ekki síst haldið tryggð við VÍS, þrátt fyrir tilboð frá öðrum fyrirtækjum, vegna þess að fyrirtækið rak skrifstofu í heimabæ hennar, Reykjanesbæ. Hún sagðist því ósátt við að VÍS hefði í hyggju að flytja starfsemi Reykjanesútibúsins til Reykjavíkur enda gæti hún ekki lengur leitað til starfsfólksins sem þekkti „sögu hennar“ í heimabyggð. Helgi Bjarnason segir að viðskiptavinir VÍS, sem hafi sömu áhyggjur og Silja, muni í „flestum tilfellum“ geta áfram leitað til þeirra starfsmanna sem þeir hafa verið í samskiptum við. Starfsmönnum félagsins hafi boðist áframhaldandi starf hjá VÍS, „þar sem það er landfræðilega mögulegt,“ eins og Helgi orðar það. Alls var þremur starfsmönnum sagt upp störfum hjá félaginu í aðgerðunum, einum á Höfn og einum í Vestmannaeyjum, auk eins umdæmisstjóra. Eftir breytingarnar mun VÍS ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík - auk Hafnar og Vestmannaeyja. Aðspurður um hvað hafi ráðið því að þessum útibúm var lokað, en ekki skrifstofunum í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði, segir Helgi að horft hafi verið til margra þátta við ákvörðunina. Til að mynda hafi verið horft til þess að sameina skrifstofur sem heyra undir sama atvinnusvæði og að samræma þjónustuna óháð búsetu. Þegar blaðamaður spyr hann hvort að hagræðingin geti orðið til þess að lækka iðgjöld viðskiptavina svarar Helgi því ekki með beinum hætti. Þess í stað segir hann að það sé von VÍS að með breytingunum geti fyrirtækið fjárfest „í því að þróa og setja í loftið stafrænar lausnir sem einfalda þjónustuna og gera hana aðgengilegri fyrir viðskiptavini okkar, hvar á landinu sem þeir búa“ - enda stundi þeir viðskipti sín í auknum mæli í gegnum net og síma sem fyrr segir. Það sé þó „eftir sem áður keppikefli [VÍS] að bjóða viðskiptavinum okkar sanngjörn og góð verð.“ Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Segir lokanir VÍS mikil mistök Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. 23. september 2018 14:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni, þrátt fyrir háværar óánægjuraddir. Forstjóri félagsins segir að lokanirnar megi rekja til krafna viðskiptavina VÍS sem í auknum mæli vilji stunda viðskipti sín í gegnum síma og á netinu. Fækkun útibúa og meðfylgjandi uppsagnir munu ekki skila sér í lægri iðgjöldum til viðskiptavina, það sé þó áfram „keppikefli“ VÍS að bjóða „sanngjörn og góð verð.“ Hart hefur verið deilt á ákvörðun VÍS síðustu daga. Þrír þingmenn; þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason, segjast hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur að sama skapi gagnrýnt félagið opinberlega. Þá hafa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Landssamband íslenskra verzlunarmanna kallað eftir því að VÍS endurskoði ákvörðunina, sem samtökin segja að bitni á landsbyggðinni. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir forstjóri VÍS, Helgi Bjarnason, að þessi umræða hafi ekki farið framhjá félaginu. VÍS hafi þó ekki tölur yfir það hversu margir hafi hætt viðskiptum við félagið síðan að tilkynnt var um áformin fyrir helgi. Í tilkynningu sem VÍS sendi frá sér á miðvikudag kom fram að aðgerðirnar væru í takti við nýja framtíðarsýn VÍS - „að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Viðskiptavinir VÍS noti stafrænar leiðir í síauknum mæli til að eiga viðskipti við fyrirtækið, til að mynda í gegnum vef VÍS, tölvupóst, netspjall og síma. Það sé mat fyrirtækisins að með sameiningum skrifstofa megi betur tryggja þessa stafrænu þjónustu. Þegar Helgi er spurður hvort að VÍS hafi íhugað að koma til móts við fyrrnefnda óánægju vísar hann til þessarar framtíðarsýnar sem svar við ákalli viðskiptavina um aukna stafræna þjónustu.VÍS hefur sætt gagnrýni síðustu daga vegna ákvörðunar félagsins um að fækka útibúum á landsbyggðinni.VísirÍ samtali við fréttastofu í gær sagði þingkonan Silja Dögg að hún hafi ekki síst haldið tryggð við VÍS, þrátt fyrir tilboð frá öðrum fyrirtækjum, vegna þess að fyrirtækið rak skrifstofu í heimabæ hennar, Reykjanesbæ. Hún sagðist því ósátt við að VÍS hefði í hyggju að flytja starfsemi Reykjanesútibúsins til Reykjavíkur enda gæti hún ekki lengur leitað til starfsfólksins sem þekkti „sögu hennar“ í heimabyggð. Helgi Bjarnason segir að viðskiptavinir VÍS, sem hafi sömu áhyggjur og Silja, muni í „flestum tilfellum“ geta áfram leitað til þeirra starfsmanna sem þeir hafa verið í samskiptum við. Starfsmönnum félagsins hafi boðist áframhaldandi starf hjá VÍS, „þar sem það er landfræðilega mögulegt,“ eins og Helgi orðar það. Alls var þremur starfsmönnum sagt upp störfum hjá félaginu í aðgerðunum, einum á Höfn og einum í Vestmannaeyjum, auk eins umdæmisstjóra. Eftir breytingarnar mun VÍS ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík - auk Hafnar og Vestmannaeyja. Aðspurður um hvað hafi ráðið því að þessum útibúm var lokað, en ekki skrifstofunum í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði, segir Helgi að horft hafi verið til margra þátta við ákvörðunina. Til að mynda hafi verið horft til þess að sameina skrifstofur sem heyra undir sama atvinnusvæði og að samræma þjónustuna óháð búsetu. Þegar blaðamaður spyr hann hvort að hagræðingin geti orðið til þess að lækka iðgjöld viðskiptavina svarar Helgi því ekki með beinum hætti. Þess í stað segir hann að það sé von VÍS að með breytingunum geti fyrirtækið fjárfest „í því að þróa og setja í loftið stafrænar lausnir sem einfalda þjónustuna og gera hana aðgengilegri fyrir viðskiptavini okkar, hvar á landinu sem þeir búa“ - enda stundi þeir viðskipti sín í auknum mæli í gegnum net og síma sem fyrr segir. Það sé þó „eftir sem áður keppikefli [VÍS] að bjóða viðskiptavinum okkar sanngjörn og góð verð.“
Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Segir lokanir VÍS mikil mistök Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. 23. september 2018 14:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Segir lokanir VÍS mikil mistök Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. 23. september 2018 14:00