Nýjasta ofurstjarna NFL-deildarinnar gisti í blokk í Mosfellsbæ fyrir ári síðan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 13:00 Hér má sjá parið hamingjusamt í hvalaskoðun. instagram-síða brittany matthews Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar. NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira
Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar.
NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira
Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30