Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:45 Frá réttargeðdeildinni á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira