Túfa: Ætlaði að kveðja Akureyrarvöll með sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. september 2018 17:03 Hvað tekur við hjá Túfa? Vísir/Eyþór „Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Sjá meira
„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00