Loksins komin sátt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. september 2018 08:15 “Þegar ég svík hæfileika mína og leyfi þeim ekki að blómstra þá líður mér verulega illa,” segir Linda. Fréttablaðið/Eyþór Smáa letrið er ný ljóðabók eftir Lindu Vilhjálmsdóttur sem líkleg er til að vekja allnokkra athygli, en þar beinir hún sjónum að lífi og hlutskipti kvenna og fjallar um eigin tilfinningar, eins og vanmáttarkennd, á afar opinskáan hátt. „Ég byrjaði á þessari bók eiginlega algjörlega óvart. Ég var í allt öðrum verkefnum sem voru samt tengd konum og kvenlegri reynslu,“ segir Linda. „Ég var annars vegar að skrifa drög að kvikmyndahandriti með frænku minni, Veru Sölvadóttur, og hins vegar var ég að skrifa smásögur. Svo las ég yfir ljóðahandrit fyrir Margréti Lóu Jónsdóttur, Biðröðin fram undan, sem kom út haustið 2017 og var um allar þessar biðraðir sem fólk fer í þegar verslanir eins og Dunkin’ Donuts og Costco eru opnaðar. Mér fundust ljóðin mjög skemmtileg, það var svo mikið líf í þeim og ég hugsaði: Mikið langar mig að skrifa ljóðabók þar sem ég segi bara það sem mig langar til að segja. Ég byrjaði strax því mér fannst mér liggja svo mikið á hjarta. Ég hafði ort tvö ljóð þegar ég skrifaði Forlaginu og sagði: Ég verð örugglega með ljóðabók í haust, hún á að vera bleik með hjarta. Vinnutitillinn var Konan í feðraveldinu, en það leist öllum mjög illa á hann.“ Niðurstaðan var titillinn Smáa letrið og á kápunni er rauðbleikt hjarta. Umfjöllunarefnið er konan í feðraveldinu. „Ljóðabókin fjallar um það hvernig við konur förum að því að lifa af og það að við erum smám saman að komast á þann stað að láta ekki bjóða okkur það lengur að þurfa að hafa svona mikið fyrir lífinu,“ segir Linda.Verkefni um konur Linda segir að umfjöllunarefnið sé henni mikið hjartans mál. „Ég var búin að vera í þessum pælingum og stellingum í nokkurn tíma. Daginn sem Donald Trump var settur í embætti Bandaríkjaforseta tendraðist ég upp og fór svo að horfa á beinar útsendingar frá kvennamarsinum mikla. Ég hlustaði þar á konur sem ég hafði ekkert sérstaklega verið að fylgjast með, eins og Gloriu Steinem. Mér fannst þessar konur mjög flottar og fór að kynna mér betur hvað þær höfðu haft til málanna að leggja í rúmlega hálfa öld. Frá þeim tíma hafa öll mín verkefni fjallað um konur, líf okkar, hvað við höfum þurft að leggja á okkur og hvert við erum komnar. Í fyrravetur gerði ég fjóra útvarpsþætti, Píkuskræki, með Veru frænku minni, sem fluttir voru á RÚV. Þar voru viðtöl við átta konur á öllum aldri og úr öllum stéttum þar sem þær voru að rekja hvernig þær hefðu sætt sig við hlutskipti sitt og ekki verið meðvitaðar um misréttið sem þær urðu fyrir. Í sumum tilfellum var ekki einungis um misrétti að ræða heldur einnig ofbeldi. Konurnar höfðu hins vegar verið að vakna til vitundar um þetta síðustu ár og sérstaklega í kjölfar Metoo-byltingarinnar.“ Áreitni valdamikilla karla Linda segist hafa séð hluti í nýju ljósi þegar hún las ítarlega umfjöllun um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og ásakanir á hendur honum um nauðganir og grófa kynferðislega áreitni. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði sjálf margoft orðið fyrir alls konar kynferðislegri áreitni. Það sem varð til þess að opna augu mín voru frásagnir þeirra kvenna sem sluppu með skrekkinn, þeirra sem höfðu flúið af vettvangi og ekki látið bjóða sér þetta. Það að einstaklingur skuli stöðugt þurfa að upplifa hluti eins og þessa flokkast sem mjög mikið áreiti.“ Linda er lærður sjúkraliði. „Ég byrjaði átján ára gömul að vinna inni á spítölunum. Alla þá tíð sem ég var þar varð ég fyrir mikilli kynferðislegri áreitni, aðallega frá sjúklingum. Ég var líka að vinna við heimahjúkrun og þar var ég ein með körlum. Sem sjúkraliði var ég alltaf að eiga við fólk á viðkvæmum stöðum, baða það og þvo því að neðan. Þegar ég fór að hugsa um þetta eftir á þá voru þeir karlmenn sem gengu hvað lengst í áreitni karlar í valdastöðum. Þeir gáfu sig ekki heldur héldu áreitninni áfram og fannst mjög sjálfsagt að fá sitt fram. Hinir létu sér fremur segjast þegar maður brást við. Þessir gerðu það ekki. Þrír karlar hafa setið í mér alla tíð og það eru karlar sem höfðu haft töluverð völd.“ Linda segist ekki vilja nefna nöfn þeirra: „Ég hef heitið sjálfri mér því og þeir eru allir látnir.“ Andstaða við breytingar Þótt Smáa letrið fjalli að langstærstum hluta um konur koma karlmenn mjög við sögu í þriðja hluta bókarinnar þar sem er fjallað um uppreist æru og Valhöll er oftar en einu sinni nefnd. „Þegar uppreist æru-málið kom upp og Höfum hátt-hópurinn var í sviðsljósinu urðu þessi ljóð til. Mér fannst nauðsynlegt að þar væri einhvers staðar tenging inn í samtímann sem hefði líka víðari skírskotun. Þar liggur Valhöll vel við höggi, því hún hefur víða skírskotun, ekki bara í hinum íslenska nútíma heldur í trúarbrögðum og guðatali. Þessi þriðji hluti bókarinnar tengist kaflanum á undan þar sem eru stutt ljóð, eins og: stundum líður mér eins og síld í tunnu og stundum eins og þorskígildi í gjafakvóta. Þau ljóð eru dæmi um líðan mína og örugglega margra annarra kvenna í samfélagi sem við erum ekki sáttar við. Þetta er samfélag sem hefur verið búið til handa okkur og við þurfum að lifa og hrærast í. Við eigum mjög erfitt með að breyta því þar sem það er svo mikil mótspyrna og andstaða við allrar breytingar. Tökin herðast í hvert skipti sem við förum eitthvað að hreyfa okkur. Þessi þriðji kafli fjallar um þessi tök sem verða æ harðari og þéttari og hvernig feðraveldið gengur alltaf lengra og lengra. Þótt konur, og þeir karlar sem eru ekki hrifnir af feðraveldinu, rísi upp gegn þessu í meira mæli en áður þá hefur feðraveldið alltaf tögl og hagldir. Því tekst alltaf að hreinsa sig og rísa upp aftur.“ Barátta við sjálfsniðurrif Í bókinni er Linda einkar opinská varðandi eigin tilfinningar og fjallar meðal annars um vanmáttarkennd. „Ég lagði upp með að vera opinská um sjálfa mig. Það kostaði mikla baráttu að taka á sjálfsniðurrifi sem ég uppgötvaði að hefði verið rödd í höfðinu á mér frá barnæsku. Mér hafði aldrei fundist ég vera nógu góð, heldur ömurleg og ómöguleg. Ég málaði mig margoft út í horn og þá loks reis ég upp og sagði: Ég skal sýna fólki að það er eitthvað í mig spunnið þrátt fyrir allt. Ég skammaði mig áfram. Ég fór rækilega í gegnum allt þetta á síðastliðnum fimm árum og er komin á mjög góðan stað. Ég er búin að sættast við sjálfa mig. Mér finnst það vel þess virði að tala um það hvernig mér hefur tekist að breyta lífi mínu þannig að ég er orðin sátt. Þannig get ég kannski á einhvern hátt hjálpað öðrum konum.“ Aldrei passað inn í ramma Ljóð í bókinni fjalla um konurnar í ættinni og æsku hennar sjálfrar. „Ég fer þar í gegnum æsku mína og líf og fjalla um sjálfsniðurrif og feðraveldið sem hefur sett mark sitt á mig alla tíð. Þar var ég að berjast við ósýnilegar reglur og ósýnileg öfl og ramma sem var ætlast til að ég héldi mig inni í. Tökum til dæmis skrifin, þar hef ég aldrei passað inn í neina ramma. Það hefur kostað óskaplega togstreitu í mínum eigin huga. Það hefur líka hamlað mér gríðarlega af því mér fannst ég aldrei vera að gera eitthvað nógu merkilegt. Svo hef ég reynt að þvinga mig í þær stellingar að skrifa eitthvað sem fellur í kramið eins og skáldsögur, en það er ekki mitt form. Það hentar mér alls ekki og þá virka ég ekki. Þetta hefur gert að verkum að ég var ósátt við sjálfa mig árum saman, var í sjálfsniðurrifi sem endaði iðulega í miklu þunglyndi. Að skrifa er það sem ég geri best og það sem mig langar til að gera. Þegar ég svík hæfileika mína og leyfi þeim ekki að blómstra þá líður mér verulega illa. Nú er komin sátt. Það er líka mikill munur að geta treyst því að ég hafi eitthvað að segja. Núna veit ég fyrir víst að ég hef alltaf haft eitthvað að segja.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Smáa letrið er ný ljóðabók eftir Lindu Vilhjálmsdóttur sem líkleg er til að vekja allnokkra athygli, en þar beinir hún sjónum að lífi og hlutskipti kvenna og fjallar um eigin tilfinningar, eins og vanmáttarkennd, á afar opinskáan hátt. „Ég byrjaði á þessari bók eiginlega algjörlega óvart. Ég var í allt öðrum verkefnum sem voru samt tengd konum og kvenlegri reynslu,“ segir Linda. „Ég var annars vegar að skrifa drög að kvikmyndahandriti með frænku minni, Veru Sölvadóttur, og hins vegar var ég að skrifa smásögur. Svo las ég yfir ljóðahandrit fyrir Margréti Lóu Jónsdóttur, Biðröðin fram undan, sem kom út haustið 2017 og var um allar þessar biðraðir sem fólk fer í þegar verslanir eins og Dunkin’ Donuts og Costco eru opnaðar. Mér fundust ljóðin mjög skemmtileg, það var svo mikið líf í þeim og ég hugsaði: Mikið langar mig að skrifa ljóðabók þar sem ég segi bara það sem mig langar til að segja. Ég byrjaði strax því mér fannst mér liggja svo mikið á hjarta. Ég hafði ort tvö ljóð þegar ég skrifaði Forlaginu og sagði: Ég verð örugglega með ljóðabók í haust, hún á að vera bleik með hjarta. Vinnutitillinn var Konan í feðraveldinu, en það leist öllum mjög illa á hann.“ Niðurstaðan var titillinn Smáa letrið og á kápunni er rauðbleikt hjarta. Umfjöllunarefnið er konan í feðraveldinu. „Ljóðabókin fjallar um það hvernig við konur förum að því að lifa af og það að við erum smám saman að komast á þann stað að láta ekki bjóða okkur það lengur að þurfa að hafa svona mikið fyrir lífinu,“ segir Linda.Verkefni um konur Linda segir að umfjöllunarefnið sé henni mikið hjartans mál. „Ég var búin að vera í þessum pælingum og stellingum í nokkurn tíma. Daginn sem Donald Trump var settur í embætti Bandaríkjaforseta tendraðist ég upp og fór svo að horfa á beinar útsendingar frá kvennamarsinum mikla. Ég hlustaði þar á konur sem ég hafði ekkert sérstaklega verið að fylgjast með, eins og Gloriu Steinem. Mér fannst þessar konur mjög flottar og fór að kynna mér betur hvað þær höfðu haft til málanna að leggja í rúmlega hálfa öld. Frá þeim tíma hafa öll mín verkefni fjallað um konur, líf okkar, hvað við höfum þurft að leggja á okkur og hvert við erum komnar. Í fyrravetur gerði ég fjóra útvarpsþætti, Píkuskræki, með Veru frænku minni, sem fluttir voru á RÚV. Þar voru viðtöl við átta konur á öllum aldri og úr öllum stéttum þar sem þær voru að rekja hvernig þær hefðu sætt sig við hlutskipti sitt og ekki verið meðvitaðar um misréttið sem þær urðu fyrir. Í sumum tilfellum var ekki einungis um misrétti að ræða heldur einnig ofbeldi. Konurnar höfðu hins vegar verið að vakna til vitundar um þetta síðustu ár og sérstaklega í kjölfar Metoo-byltingarinnar.“ Áreitni valdamikilla karla Linda segist hafa séð hluti í nýju ljósi þegar hún las ítarlega umfjöllun um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og ásakanir á hendur honum um nauðganir og grófa kynferðislega áreitni. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði sjálf margoft orðið fyrir alls konar kynferðislegri áreitni. Það sem varð til þess að opna augu mín voru frásagnir þeirra kvenna sem sluppu með skrekkinn, þeirra sem höfðu flúið af vettvangi og ekki látið bjóða sér þetta. Það að einstaklingur skuli stöðugt þurfa að upplifa hluti eins og þessa flokkast sem mjög mikið áreiti.“ Linda er lærður sjúkraliði. „Ég byrjaði átján ára gömul að vinna inni á spítölunum. Alla þá tíð sem ég var þar varð ég fyrir mikilli kynferðislegri áreitni, aðallega frá sjúklingum. Ég var líka að vinna við heimahjúkrun og þar var ég ein með körlum. Sem sjúkraliði var ég alltaf að eiga við fólk á viðkvæmum stöðum, baða það og þvo því að neðan. Þegar ég fór að hugsa um þetta eftir á þá voru þeir karlmenn sem gengu hvað lengst í áreitni karlar í valdastöðum. Þeir gáfu sig ekki heldur héldu áreitninni áfram og fannst mjög sjálfsagt að fá sitt fram. Hinir létu sér fremur segjast þegar maður brást við. Þessir gerðu það ekki. Þrír karlar hafa setið í mér alla tíð og það eru karlar sem höfðu haft töluverð völd.“ Linda segist ekki vilja nefna nöfn þeirra: „Ég hef heitið sjálfri mér því og þeir eru allir látnir.“ Andstaða við breytingar Þótt Smáa letrið fjalli að langstærstum hluta um konur koma karlmenn mjög við sögu í þriðja hluta bókarinnar þar sem er fjallað um uppreist æru og Valhöll er oftar en einu sinni nefnd. „Þegar uppreist æru-málið kom upp og Höfum hátt-hópurinn var í sviðsljósinu urðu þessi ljóð til. Mér fannst nauðsynlegt að þar væri einhvers staðar tenging inn í samtímann sem hefði líka víðari skírskotun. Þar liggur Valhöll vel við höggi, því hún hefur víða skírskotun, ekki bara í hinum íslenska nútíma heldur í trúarbrögðum og guðatali. Þessi þriðji hluti bókarinnar tengist kaflanum á undan þar sem eru stutt ljóð, eins og: stundum líður mér eins og síld í tunnu og stundum eins og þorskígildi í gjafakvóta. Þau ljóð eru dæmi um líðan mína og örugglega margra annarra kvenna í samfélagi sem við erum ekki sáttar við. Þetta er samfélag sem hefur verið búið til handa okkur og við þurfum að lifa og hrærast í. Við eigum mjög erfitt með að breyta því þar sem það er svo mikil mótspyrna og andstaða við allrar breytingar. Tökin herðast í hvert skipti sem við förum eitthvað að hreyfa okkur. Þessi þriðji kafli fjallar um þessi tök sem verða æ harðari og þéttari og hvernig feðraveldið gengur alltaf lengra og lengra. Þótt konur, og þeir karlar sem eru ekki hrifnir af feðraveldinu, rísi upp gegn þessu í meira mæli en áður þá hefur feðraveldið alltaf tögl og hagldir. Því tekst alltaf að hreinsa sig og rísa upp aftur.“ Barátta við sjálfsniðurrif Í bókinni er Linda einkar opinská varðandi eigin tilfinningar og fjallar meðal annars um vanmáttarkennd. „Ég lagði upp með að vera opinská um sjálfa mig. Það kostaði mikla baráttu að taka á sjálfsniðurrifi sem ég uppgötvaði að hefði verið rödd í höfðinu á mér frá barnæsku. Mér hafði aldrei fundist ég vera nógu góð, heldur ömurleg og ómöguleg. Ég málaði mig margoft út í horn og þá loks reis ég upp og sagði: Ég skal sýna fólki að það er eitthvað í mig spunnið þrátt fyrir allt. Ég skammaði mig áfram. Ég fór rækilega í gegnum allt þetta á síðastliðnum fimm árum og er komin á mjög góðan stað. Ég er búin að sættast við sjálfa mig. Mér finnst það vel þess virði að tala um það hvernig mér hefur tekist að breyta lífi mínu þannig að ég er orðin sátt. Þannig get ég kannski á einhvern hátt hjálpað öðrum konum.“ Aldrei passað inn í ramma Ljóð í bókinni fjalla um konurnar í ættinni og æsku hennar sjálfrar. „Ég fer þar í gegnum æsku mína og líf og fjalla um sjálfsniðurrif og feðraveldið sem hefur sett mark sitt á mig alla tíð. Þar var ég að berjast við ósýnilegar reglur og ósýnileg öfl og ramma sem var ætlast til að ég héldi mig inni í. Tökum til dæmis skrifin, þar hef ég aldrei passað inn í neina ramma. Það hefur kostað óskaplega togstreitu í mínum eigin huga. Það hefur líka hamlað mér gríðarlega af því mér fannst ég aldrei vera að gera eitthvað nógu merkilegt. Svo hef ég reynt að þvinga mig í þær stellingar að skrifa eitthvað sem fellur í kramið eins og skáldsögur, en það er ekki mitt form. Það hentar mér alls ekki og þá virka ég ekki. Þetta hefur gert að verkum að ég var ósátt við sjálfa mig árum saman, var í sjálfsniðurrifi sem endaði iðulega í miklu þunglyndi. Að skrifa er það sem ég geri best og það sem mig langar til að gera. Þegar ég svík hæfileika mína og leyfi þeim ekki að blómstra þá líður mér verulega illa. Nú er komin sátt. Það er líka mikill munur að geta treyst því að ég hafi eitthvað að segja. Núna veit ég fyrir víst að ég hef alltaf haft eitthvað að segja.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira