Tveir ernir komu Birgi í gegnum niðurskurðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2018 19:40 Birgir Leifur Hafþórsson. Vísir/Getty Birgir Leifur Hafþórsson fór í gegnum niðurskurðinn á Portugal Masters mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann fékk tvo erni á hringnum í dag. Birgir Leifur var á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn í dag eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á 12. holunni á fyrsta hringnum. Hann spilaði hins vegar frábærlega í dag og nældi sér meðal annars í örn á 12. holunni, bætti sig um fjögur högg á þeirri holu á milli hringja. Hinn örn dagsins kom á fimmtu holu, sem er par fimm hola líkt og 12. holan. Birgir Leifur fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum, lék samtals á fimm höggum undir pari í dag sem skilaði honum í hús á þremur höggum undir pari í mótinu. Það dugði í gegnum niðurskurðinn, sem var við þrjú högg undir parið. Oliver Fisher, Eddie Pepperell og Lucas Herbert leiða mótið á 12 höggum undir pari. Fisher átti stórbrotinn hring í dag fór hringinn á 12 höggum undir pari, hann hafði verið á pari mótsins fyrir hringinn í dag. Fisher fékk 10 fugla og einn örn, ekki einn einasta skolla. Hann spilaði hringinn á 59 höggum, fyrsti maðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar sem fer hring á svo fáum höggum.#PortugalMasterspic.twitter.com/SDUGLA3SPS — 59 on the European Tour (@EuropeanTour) September 21, 2018 Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson fór í gegnum niðurskurðinn á Portugal Masters mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann fékk tvo erni á hringnum í dag. Birgir Leifur var á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn í dag eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á 12. holunni á fyrsta hringnum. Hann spilaði hins vegar frábærlega í dag og nældi sér meðal annars í örn á 12. holunni, bætti sig um fjögur högg á þeirri holu á milli hringja. Hinn örn dagsins kom á fimmtu holu, sem er par fimm hola líkt og 12. holan. Birgir Leifur fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum, lék samtals á fimm höggum undir pari í dag sem skilaði honum í hús á þremur höggum undir pari í mótinu. Það dugði í gegnum niðurskurðinn, sem var við þrjú högg undir parið. Oliver Fisher, Eddie Pepperell og Lucas Herbert leiða mótið á 12 höggum undir pari. Fisher átti stórbrotinn hring í dag fór hringinn á 12 höggum undir pari, hann hafði verið á pari mótsins fyrir hringinn í dag. Fisher fékk 10 fugla og einn örn, ekki einn einasta skolla. Hann spilaði hringinn á 59 höggum, fyrsti maðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar sem fer hring á svo fáum höggum.#PortugalMasterspic.twitter.com/SDUGLA3SPS — 59 on the European Tour (@EuropeanTour) September 21, 2018
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira