Fjórir fuglar og frábær hringur sem ætti að koma Ólafíu í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira