Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2018 11:23 Ráðstefnusalur á hótelinu í Nuuk á Grænlandi. Hotel Hans Egede Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis. Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis.
Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira