Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2018 19:45 Frá Reykjanesbraut. Tvöföldun hennar lýkur á árabilinu 2029-2033, samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast meðal annars í nýrri samgönguáætlun, en greint var frá helstu atriðum hennar í fréttum Stöðvar 2.Samgönguáætlun er nú til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði lögð fram á Alþingi í næstu viku.Samgönguráðherra kynnti þingflokkum ríkisstjórnarinnar í gær annarsvegar fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 og hins vegar fimmtán ára langtímaáætlun til ársins 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Stærsta fjárhæðin, 25 milljarðar króna, fer í jarðgöng undir Fjarðarheiði, en þó ekki fyrr en á árunum 2029 til 2033, sem þýðir að hlé verður á jarðgangagerð eftir að Dýrafjarðargöng klárast árið 2020.Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.vísir/einarÍ Reykjavík eru mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar með fjárveitingu á árinu 2023. Engin fjárveiting er í Sundabraut. Stokkur fyrir Miklubraut er hins vegar kominn inn og það í tengslum við borgarlínu. Lagt er til að ríkissjóður greiði tíu milljarða í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á árunum 2024 til 2033 en tekið fram að eftir sé að ákveða kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.Miklabraut milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar.Vísir/stefánÞá er áformað að Hafnarfjarðarvegur í gegnum Garðabæ fari einnig í stokk en gert er ráð fyrir sjö milljörðum í það verk á árunum 2029 til 2033. Tvöföldun Reykjanesbrautar mun ganga hægar en margir ætluðu. Þannig verður kaflinn milli Hvassahrauns og Straumsvíkur ekki kláraður fyrr en á tímabilinu 2024 til 2028 og kaflinn frá Fitjum í Njarðvík að Leifsstöð klárast ekki fyrr en á tímabilinu 2029-2033. Stöð 2 greindi frá því í gær að kafli Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar, yrði tvöfaldaður á næstu tveimur árum. Breikkun helstu samgönguæða út frá Reykjavík er fjárfrek í áætluninni. Breikkun Suðurlandsvegar út úr borginni frá Rauðavatni upp fyrir Lækjarbotna er áætluð á árunum 2024 til 2028. Kafli Suðurlandsvegar við Grafarholt, milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar, verður þó tvöfaldaður á næsta ári. Þá er sömuleiðis áformað að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Hafravatnsvegar, verði breikkaður í fjórar akreinar á næsta ári. Breikkun milli Hveragerðis og Selfoss hefst í vetur og á að klárast árið 2022. Reykjavegur í Biskupstungum á að klárast 2020. Ný brú á Ölfusá við Selfoss er áætluð á tímabilinu 2024 til 2028, einnig breikkun Suðurlandsvegar austan Selfoss að Skeiðavegamótum.Vesturlandsvegur um Kjalarnes.Vísir/Arnar HalldórssonBreikkun vegarins um Kjalarnes klárast fyrir árið 2022, en alla leið í Borgarnes ekki fyrr en á tímabilinu 2029 til 2033. Vegur um Fróðárheiði klárast á næsta ári. Frekari uppbygging Uxahryggjavegar milli Brautartungu og Kaldadalsvegar bíður til áranna 2024-2028, sömuleiðis uppbygging Skógarstrandarvegar, sem gæti teygst til 2033. Vestfjarðavegur um Gufudalsveit fær nærri sjö milljarða fjárveitingu á næstu fjórum árum en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Þar er deilt um Teigsskóg og hugmyndir um brú yfir mynni Þorskafjarðar.Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Vísir/Egill AðalsteinssonUppbygging vegarins um Dynjandisheiði verður talsvert á eftir Dýrafjarðargöngum, eða á árunum 2020 til 2028 og Bíldudalstenging á tímabilinu 2024-2033. Þá þurfa íbúar Árneshrepps að bíða til ársins 2021 eftir að vegabætur hefjist á Veiðileysuhálsi. Djúpvegur um Seyðisfjörð og Hestfjörð verður endurbættur á næsta ári. Norðanlands eru nýjar brýr á Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót áætlaðar á árunum 2024 til 2028. Endurbætur Bárðardalsvegar vestri eiga að hefjast 2021 en dreifast til ársins 2033. Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð.Grafík/Vegagerðin.Austanlands verður leiðin milli Eiða og Borgarfjarðar eystri kláruð á næstu fimm árum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er áætluð á árunum 2021 til 2025 og ný Lagarfljótsbrú þar á eftir. Vegur yfir Brekknaheiði sunnan Þórshafnar fær fjárveitingu á árunum 2023-2026, vegur yfir Öxi á árunum 2028-2032 og leiðarstytting um Öræfasveit, milli Morsár og Kotár, á tímabilinu 2029-2033. Nýr vegur um Lónsveit, með brú á Jökulsá í Lóni, er á dagskrá 2029-2033. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu. 21. september 2018 18:00 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast meðal annars í nýrri samgönguáætlun, en greint var frá helstu atriðum hennar í fréttum Stöðvar 2.Samgönguáætlun er nú til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði lögð fram á Alþingi í næstu viku.Samgönguráðherra kynnti þingflokkum ríkisstjórnarinnar í gær annarsvegar fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 og hins vegar fimmtán ára langtímaáætlun til ársins 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Stærsta fjárhæðin, 25 milljarðar króna, fer í jarðgöng undir Fjarðarheiði, en þó ekki fyrr en á árunum 2029 til 2033, sem þýðir að hlé verður á jarðgangagerð eftir að Dýrafjarðargöng klárast árið 2020.Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.vísir/einarÍ Reykjavík eru mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar með fjárveitingu á árinu 2023. Engin fjárveiting er í Sundabraut. Stokkur fyrir Miklubraut er hins vegar kominn inn og það í tengslum við borgarlínu. Lagt er til að ríkissjóður greiði tíu milljarða í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á árunum 2024 til 2033 en tekið fram að eftir sé að ákveða kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.Miklabraut milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar.Vísir/stefánÞá er áformað að Hafnarfjarðarvegur í gegnum Garðabæ fari einnig í stokk en gert er ráð fyrir sjö milljörðum í það verk á árunum 2029 til 2033. Tvöföldun Reykjanesbrautar mun ganga hægar en margir ætluðu. Þannig verður kaflinn milli Hvassahrauns og Straumsvíkur ekki kláraður fyrr en á tímabilinu 2024 til 2028 og kaflinn frá Fitjum í Njarðvík að Leifsstöð klárast ekki fyrr en á tímabilinu 2029-2033. Stöð 2 greindi frá því í gær að kafli Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar, yrði tvöfaldaður á næstu tveimur árum. Breikkun helstu samgönguæða út frá Reykjavík er fjárfrek í áætluninni. Breikkun Suðurlandsvegar út úr borginni frá Rauðavatni upp fyrir Lækjarbotna er áætluð á árunum 2024 til 2028. Kafli Suðurlandsvegar við Grafarholt, milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar, verður þó tvöfaldaður á næsta ári. Þá er sömuleiðis áformað að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Hafravatnsvegar, verði breikkaður í fjórar akreinar á næsta ári. Breikkun milli Hveragerðis og Selfoss hefst í vetur og á að klárast árið 2022. Reykjavegur í Biskupstungum á að klárast 2020. Ný brú á Ölfusá við Selfoss er áætluð á tímabilinu 2024 til 2028, einnig breikkun Suðurlandsvegar austan Selfoss að Skeiðavegamótum.Vesturlandsvegur um Kjalarnes.Vísir/Arnar HalldórssonBreikkun vegarins um Kjalarnes klárast fyrir árið 2022, en alla leið í Borgarnes ekki fyrr en á tímabilinu 2029 til 2033. Vegur um Fróðárheiði klárast á næsta ári. Frekari uppbygging Uxahryggjavegar milli Brautartungu og Kaldadalsvegar bíður til áranna 2024-2028, sömuleiðis uppbygging Skógarstrandarvegar, sem gæti teygst til 2033. Vestfjarðavegur um Gufudalsveit fær nærri sjö milljarða fjárveitingu á næstu fjórum árum en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Þar er deilt um Teigsskóg og hugmyndir um brú yfir mynni Þorskafjarðar.Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Vísir/Egill AðalsteinssonUppbygging vegarins um Dynjandisheiði verður talsvert á eftir Dýrafjarðargöngum, eða á árunum 2020 til 2028 og Bíldudalstenging á tímabilinu 2024-2033. Þá þurfa íbúar Árneshrepps að bíða til ársins 2021 eftir að vegabætur hefjist á Veiðileysuhálsi. Djúpvegur um Seyðisfjörð og Hestfjörð verður endurbættur á næsta ári. Norðanlands eru nýjar brýr á Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót áætlaðar á árunum 2024 til 2028. Endurbætur Bárðardalsvegar vestri eiga að hefjast 2021 en dreifast til ársins 2033. Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð.Grafík/Vegagerðin.Austanlands verður leiðin milli Eiða og Borgarfjarðar eystri kláruð á næstu fimm árum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er áætluð á árunum 2021 til 2025 og ný Lagarfljótsbrú þar á eftir. Vegur yfir Brekknaheiði sunnan Þórshafnar fær fjárveitingu á árunum 2023-2026, vegur yfir Öxi á árunum 2028-2032 og leiðarstytting um Öræfasveit, milli Morsár og Kotár, á tímabilinu 2029-2033. Nýr vegur um Lónsveit, með brú á Jökulsá í Lóni, er á dagskrá 2029-2033. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu. 21. september 2018 18:00 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu. 21. september 2018 18:00
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15