Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast meðal annars í nýrri samgönguáætlun, sem rýnt verður í í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Einnig er fjallað um endurbætur við gamlan bragga í Nauthólsvík sem hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun.
Fjallað verður um mál manns sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall og fær ekki að nýta ferðaþjónustu fatlaðra.
Rætt verður við formann Flugfreyjufélagsins um ákvörðun Icelandair að segja upp flugfreyjum í hlutastarfi og fáum að heyra allt um tónleika Ed Sheeran á Íslandi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

