Friðlýsingar á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. september 2018 08:00 Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Umhverfismál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun