Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2018 11:00 Álver Hydro í Husnes í Noregi. Mynd/Hydro. Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði. Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði.
Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15